lau 28. desember 2019 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fór á fimm árum úr því að selja sígarettur í að spila með stærsta félagi heims
Mynd: Getty Images
„Á um fimm árum fór ég frá því að selja sígarettur á götum Abidjan í að spila fyrri stærsta félag heims,"

Þetta sagði Eric Bailly, miðvörður Manchester United. í viðtali við ThePlayersTribune, Abidjan er ein stærsta borg Fílabeinsstrandarinnar.

Eric Bailly er miðvörður frá Fílabeinsströndinni. Hann hóf feril sinn hjá aðalliði Espanyol árið 2014 en var keyptur til Villarreal árið 2015. Eftir leiktíðina 2015-16 keypti Manchester United, undir stjórn Jose Mourinho, hann til félagsins.

Bailly hefur leikið fimmtíu deildarleiki fyrir United en hann hefur glímt við erfið meiðsli seinni hluta tímans hjá United. Bailly kostaði United um þrjátíu milljónir punda árið 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner