lau 28. desember 2019 19:00
Aksentije Milisic
Gerrard með skot á Manchester United
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, þjálfari Rangers, skaut létt á Manchester United þegar hann bar saman ríg Liverpool og United við ríginn hjá Celtic og Rangers.

Gerrard og lærisveinar hans eru sem stendur í öðru sæti skosku deildarinnar, með 47 stig eftir fyrstu 18 umferðarinnar. Liðið er fimm stigum á eftir Celtic sem er á toppi deildarinnar en Rangers á leik inni. Liðið getur því minnkað forystu Celtic í einungis tvö stig en liðin mætast á sunnudaginn kemur.

„Það er margt líkt með þessum rígum en Liverpool gegn Manchester United er ekki endilega grannaslagur. Rígurinn kemur frekar fram í formi árangurs, þetta eru tvö sigursælustu lið Englands svo það er líkt með rígnum hér í Glasgow," sagði Gerrard.

„Ég held að Liverpool gegn Everton sé líkari rígnum hér hvað varðar hatur og að hafa montréttinn. Manchester er í um klukkustunda fjarlægð frá Liverpool og augljóslega er United ekki lengur í toppbaráttunni svo það er annar munurinn á þessu."
Athugasemdir
banner
banner
banner