Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. desember 2019 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi þótti eiga góðan leik - Fer vel af stað hjá Ancelotti
Gylfi og Ancelotti.
Gylfi og Ancelotti.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson átti góðan leik þegar Everton vann 2-1 útisigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.

Hann fær 7 í einkunn frá Sky Sports, og einnig frá staðarmiðlinum Liverpool Echo.

„Gaf nokkrar laglegar sendingar í föstum leikatriðum og átti þátt í fyrra markinu. Fyrstu 25 mínúturnar voru líklega hans sterkustu á tímabilinu, en hann dalaði aðeins - sérstaklega varnarlega - í seinni hálfleiknum. Góð frammistaða heilt yfir þó," segir í einkunnagjöf Liverpool Echo.

Gylfi hefur eins og aðrir leikmenn Everton byrjað vel undir stjórn Ítalans Carlo Ancelotti.

Hann var valinn maður leiksins af Sky í fyrsta leik Everton undir stjórn Ancelotti, í 1-0 sigri gegn Burnley á öðrum degi jóla.

Dominic Calvert Lewin skoraði bæði mörk Everton í dag og var hann valinn maður leiksins hjá Sky og Liverpool Echo. Hann fær 9 í einkunn hjá báðum miðlum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner