Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. desember 2019 22:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd hélt hreinu í fyrsta sinn síðan í september
De Gea náði að halda hreinu á Turf Moor.
De Gea náði að halda hreinu á Turf Moor.
Mynd: Getty Images
Manchester United hélt hreinu í sigri á Burnley á útivelli í kvöld. Leikurinn endaði 2-0.

Þetta er fyrsti úrvalsdeildarleikur Man Utd frá 14. september sem liðið heldur hreinu í. Síðasti deildarleikurinn sem United fékk ekki á sig mark í var gegn Leicester á Old Trafford. Sá leikur endaði 1-0.

Harry Maguire var keyptur fyrir 80 milljónir punda síðasta sumar og var hægri bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka einnig fenginn. Miklar vonir voru bundnar við varnarlínuna, en hún hefur ekki alveg náð að standa undir þeim væntingum til þessa.

Leikurinn í kvöld var síðasti leikur ársins hjá Man Utd og fyrir liðið að enda árið á sigri og með að halda hreinu.

Fyrsti leikur lærisveina Ole Gunnar Solskjær á nýju ári verður gegn Arsenal.



Athugasemdir
banner
banner