banner
   lau 28. desember 2019 19:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Mistök varnarlega leik eftir leik
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, var svekktur með 2-2 jafntefli gegn botnliði Norwich á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Við gerðum sömu varnarmistök í fyrri hálfleiknum og í seinni hálfleiknum. Þetta er að verða saga okkar," sagði Mourinho við Sky Sports.

„Við byrjuðum mjög, mjög vel og áttum þrjú eða fjögur mjög góð færi í byrjun fyrri hálfleiks. Við fengum á okkur tvö mjög slæm mörk. Við gerum mistök varnarlega leik eftir leik."

„Ég hef verk að vinna, en þetta hefur verið erfitt vegna þess að ég segi alltaf að þú eigir að reyna að fela veikleika þína. Við verðum að bæta okkur varnalega, það er of mikið um einstaklingsmistök. Það er mjög ergjandi því við spilum vel og getum ekki verið sóknarsinnaðari en í seinni hálfleiknum."

„Norwich varðist af lífi og sál."

Mourinho vildi ekki tjá sig um framtíð Christian Eriksen sem byrjaði í kvöld og skoraði fyrra mark Tottenham beint úr aukaspyrnu. Samningur Eriksen rennur út eftir tímabilið. „Það eina sem ég get sagt er að hann reyna að hjálpa liðinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner