lau 28. desember 2019 10:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Hvað er Benjamin Mendy að brasa?
Mynd: Getty Images
Wolves lagði í gær Manchester City að velli í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City komst í 0-2 en lék manni færra stærsta hluta leiksins vegna rauðs spjalds sem Ederson, markvörður liðsins, fékk í fyrri hálfleik.

Adama Traore minnkaði muninn fyrir Wolves fljótlega í kjölfar annars marks City-liðsins sem kom snemma í seinni hálfleik. Traore var svo aftur á ferðinni á 82. mínútu.

Fyrirgjöf Úlfanna barst á fjærstöngina og þar ætlaði Benjamin Mendy, vinstri bakvörður City, að skýla boltanum út fyrir - þá hefði Wolves fengið hornspyrnu því leikmaður City skallaði fyrirgjöf Úlfanna áfram, eða þá til að fiska brot á Adama Traore sem setti bakvörðinn undir pressu.

Ekki vildi betur en svo að þessi tilraun mislukkaðist stórkostlega og Traore náði boltanum auðveldlega og skeiðaði inn á teiginn með knöttinn, lagði hann út á Raul Jimenez sem skoraði með skoti af stuttu færi, staðan orðin jöfn. Það var svo Matt Doherty sem tryggði sigur Wolves með marki í uppbótartíma.

Sjáðu annað mark Wolves hér.
Athugasemdir
banner
banner