Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. desember 2019 15:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Shelvey hitti ekki boltann og hrækti á treyju sína
Mynd: Getty Images
Nú er hálfleikur í leik Newcastle og Everton. Staðan er 0-1 fyrir Everton á St. James' Park. Dominic Calvert-Lewin skoraði eina mark leiksins þegar hann fylgdi á eftir skoti frá Gylfa Þór Sigurðssyni.

Á 38. mínútu var Jonjo Shelvey, leikmaður Newcastle, í sviðsljósinu. Hann ætlaði að gefa boltann fyrir í kjölfar hornspyrnu.

Það heppanðist ekki betur en svo að Shelvey hitti ekki boltann og í kjölfarið var sýnd nærmynd af honum.

Þá hrækti Shelvey út úr sér munnvatni en ekki fór það lengra en niður á treyju leikmannsins. Klaufalegt hjá Shelvey í tvígang.

Jonjo Shelvey: misses the cross and follows it up by spitting on his own shirt! from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner