Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. desember 2019 20:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn er þjálfari ársins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson var rétt í þessu valinn þjálfari ársins af samtökum íþróttafréttamanna.

„Ég skal alveg viðurkenna það að ég var ekki búinn að undirbúa langa ræðu. Ég bjóst við því að annað hvort Alfreð eða Patrekur myndu taka þetta. Mér er mikill heiður að vera í hópi þessara þjálfara," sagði Óskar þegar hann tók við verðlaununum.

Óskar hafði betur gegn handboltaþjálfurunum Alfreð Gíslasyni og Patreki Jóhannessyni.

Óskar kom Gróttu upp um tvær deildir á tveimur árum og mun liðið spila í Pepsi Max-deildinni á næsta tímabili. Óskar og hans teymi byggðu liðið upp á ungum leikmönnum og það reyndist árangursríkt.

Óskar mun hins vegar ekki þjálfa liðið þar sem hann er tekinn við Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner