Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. desember 2019 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Potter: Verðum að sætta okkur við þessar millímetra ákvarðanir
Mynd: Getty Images
Brighton sigraði Bournemouth í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Í stöðunni 1-0 fyrir Brighton skoraði Dan Burn mark sem dæmt var gott og gilt þar til VAR skoðaði aðdragandann.

VAR dæmdi Burn rangstæðan í aðdragandanum og var það ansi tæpt. Millímetraspursmál.

Graham Potter, stjóri Brighton, tjáði sig um þetta í viðtali eftir leik.

„Með VAR er þetta spurning um millímetra hvort einhver sé rangstæður. Þetta er eitthvað sem við verðum að sætta okkur við ef kerfið er notað."

„Þetta er eins og það er og við verðum að sætta okkur við það,"
sagði Potter um VAR.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner