lau 28. desember 2019 20:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pukki: Verið að spila vel en ekki að ná í úrslit
Teemu Pukki.
Teemu Pukki.
Mynd: Getty Images
„Það er alltaf gott að fá að minnsta kosti stig gegn bestu liðunum," sagði Teemu Pukki, sóknarmaður Norwich, eftir 2-2 jafntefli við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Norwich leiddi 1-0 yfir í hálfleik, og það hefði verið 2-0 ef ekki hefði verið fyrir VAR. Pukki skoraði mark sem var dæmt af.

„Við vorum yfir og það er því pirrandi að fá ekki meira út úr leiknum."

Norwich er á botni deildarinnar með aðeins 13 stig.

„Við höfum verið að spila vel að undanförnu en höfum ekki verið að ná í úrslitin. Það var mikilvægt að fá að minnsta kosti eitt stig í dag, en núna hugsum við um næsta leik."

Seinna mark Norwich var sjálfsmark. Pukki var að koma sér í færi, en þá tóku leikmenn Tottenham upp á því að koma boltanum í eigið net. Markið er hérna.

„Ég var ekki sáttur með fyrstu snertingu mína, en þeir sáu um restina," sagði Pukki.
Athugasemdir
banner
banner
banner