Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. desember 2019 20:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara Björk á meðal þriggja efstu í valinu á íþróttamanni ársins
Sara er fyrirliði kvennalandsliðsins.
Sara er fyrirliði kvennalandsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir var á meðal þriggja efstu í valinu á íþróttamanni ársins. Það var kraftlyftingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannssonn sem hreppti hnossið.

Sara var íþróttamaður ársins í fyrra. Júlían tekur verðlaunin í ár, en körfuknattleiksmaðurinn Martin Hermannsson var einnig á meðal þriggju efsta.

Sara er lykilmaður hjá kvennalandsliðinu, þar sem hún er fyrirliði, og hjá þýska stórliðinu Wolfsburg. Á yfirstandandi tímabili hefur hún gert fimm deildarmörk fyrir Wolfsburg sem er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar án taps.

Samningur hennar við Wolfsburg rennur út næsta sumar og gæti hún þá mögulega róað á önnur mið.

Sara er Hafnfirðingur og ólst hún upp hjá Haukum. Hún fór þaðan til Breiðabliks og síðan til Rosengård í Svíþjóð. Frá Rosengård fór hún svo til Wolfsburg þar sem hún er í dag. Sara er 29 ára gömul.

Af fótboltafólki komu Glódís Perla Viggósdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson ásamt Söru á meðal tíu efstu.

Það eru samtök íþróttafréttamanna sem kjósa til verðlaunanna.

Topp tíu listinn:
Anton Sveinn McKee (sund)
Arnar Davíð Jónsson (keila)
Aron Pálmarsson (handbolti)
Glódís Perla Viggósdóttir (fótbolti)
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (frjálsar)
Guðmundur Ágúst Kristjánsson (golf)
Gylfi Þór Sigurðsson (fótbolti)
Júlían J. K. Jóhannsson (kraftlyftingar)
Martin Hermannsson (körfubolti)
Sara Björk Gunnarsdóttir (fótbolti)
Athugasemdir
banner
banner