lau 28. desember 2019 16:15
Aksentije Milisic
Scholes: Aðeins spurning hvað Liverpool vinnur deildina með mörgum stigum
Scholes í leik gegn Liverpool.
Scholes í leik gegn Liverpool.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að Liverpool sé búið að vinna deildina og núna sé það aðeins spurning hvað liðið vinni deildina með mörgum stigum.

Liverpool slátraði Leicester í toppslag á öðrum degi jóla og í kjölfarið tapaði Manchester City gegn Wolves í gær. Liverpool er því komið með 13 stiga forskot og á leik til góða.

„Þegar ég var hjá Manchester United þá höfðum við aldrei verið búnir að vinna deildina um jólin. Núna virðist sem að þetta sé búið, það er ekkert lið að fara ná Liverpool," sagði Scholes.

„Núna er þetta bara spurning um hvað liðið vinnur deildina með mörgum stigum. Þetta er rosalega gott lið. Manchester City er með það lið sem ætti að komast næst Liverpool en ég held að City nái Liverpool ekki," hélt Scholes áfram.

„Ég held að Liverpool liðið sé alltof gott. Helsta baráttan í deildinni á þessu tímabilið verður fallbaráttan og baráttan um þriðja og fjórða sætið. Eins og Leicester spilaði gegn Liverpool, þá líta þeir ekki út eins og lið sem nær meistaradeildarsæti".
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner