Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. desember 2019 10:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Silva um stöðuna í deildinni: Mjög slæm staða
Bernardo Silva fagnar ásamt Raheem Sterling.
Bernardo Silva fagnar ásamt Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Bernardo Silva lék allan leikinn í 3-2 tapi Manchester City gegn Wolves í gærkvöldi.

Möguleikar Manchester City á að verja titilinn verða bara minni og minni, þeir sitja nú í 3. sæti með 38 stig, fjórtán stigum á eftir toppliði Liverpool sem á þar að auki leik til góða.

Bernardo Silva viðurkennir að staðan sé ekki góð.

„Þetta er mjög slæm staða, fyrri hluti tímabilsins hefur ekki farið eins og við ætluðum okkur. Enginn átti von á því að við yrðum svona langt á eftir Liverpool á þessum tímapunkti, það er ekkert annað að gera en að halda áfram núna."

„Að vinna titilinn úr þessu verður mjög erfitt, ég myndi ekki segja að það væri ómögulegt en það má segja að það verði mjög erfitt," sagði Silva.
Athugasemdir
banner
banner
banner