Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. desember 2019 22:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær sáttur með svarið: Stórgóð frammistaða
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, getur farið nokkuð sáttur að sofa í kvöld eftir 2-0 útisigur á Burnley í síðasta leik ársins fyrir Rauðu djöflana.

Eftir sigurinn er United einu stigi frá Chelsea, sem er í fjórða sæti. Chelsea mætir Arsenal á morgun.

„Mér fannst við mjög góðir í fyrri hálfleik. Við stjórnuðum leiknum og vorum með yfirburði. Við þurftum að hafa meira fyrir hlutunum í seinni hálfleik vegna þess að þeir voru mikið að koma boltanum inn í teiginn, en við vörðumst mjög vel," sagði Solskjær.

„Það skiptir miklu máli að halda hreinu. Þú vinnur ekki alltaf þegar þú skorar bara eitt, en ef við náum að halda hreinu þá eigum við meiri möguleika á að komast upp töfluna."

„Við fengum marga frábæra möguleika í skyndisóknum. Stórgóð frammistaða."

„Við viljum halda áfram. Tveir sigrar í röð og gott svar eftir vonbrigðin gegn Watford. Við höfum ekki tapað tveimur leikjum í röð og það er ég ánægður með. Góð svör frá leikmönnunum, þeir eru að læra," sagði Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner