Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 28. desember 2019 11:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjarnan semur við Sigurberg Áka og Eggert Aron
Mynd: Stjarnan
Í gær tilkynnti Stjarnan að félagið hefði samið við Sigurberg Áka Jörundsson. Sigurbergur er fæddur árið 2004 og skrifar undir þriggja ára samning.

Hann er hávaxinn miðvörður sem félagið bindur miklar væntingar við til framtíðar.

Í dag var svo tilkynnt að félagið hefði samið við Eggert Aron Guðmundsson til þriggja ára.

Eggert er einnig fæddur árið 2004 og er hann fjölhæfur miðjumaður. Hann fór ásamt þeim Adolf Daða Birgissyni og Guðmundi Nökkvasyni til AGF frá Stjörnunni í heimsókn í vetur.

Á Þorláksmessu var sagt frá því að Adolf Daði hefði skrifað undir þriggja ára samning við Stjörnuna.



Athugasemdir
banner
banner
banner