Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. desember 2019 18:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það á bara að þurfa eina endursýningu"
Pukki hélt að hann hefði skorað löglegt mark.
Pukki hélt að hann hefði skorað löglegt mark.
Mynd: Getty Images
Í dag hafa verið dæmar þrjár handakrikarangstöður í ensku úrvalsdeildinni. VAR er ekki að vekja mikla ánægju í Englandi.

Í leik Crystal Palace og Southampton var Wilfried Zaha dæmdur rangstæður í marki sem Maxy Meyer skoraði. Þá var dæmd rangstæða í marki Dan Burn í leik Brighton og Bournemouth.

Núna svo í leik Norwich og Tottenham var dæmd rangstæða á Teemu Pukki eftir að hann kom boltanum í markið og virtist hafa komið Norwich í 2-0.

Eftir skoðun í VAR var markið svo dæmt af. Gríðarlega tæpt.

Smelltu hér til að sjá mark Pukki og VAR-dóminn.

Gary Lineker, fyrrum landsliðsmaður Englands og þáttastjórnandi Match of the Day, er með góðan punkt á Twitter. Hann segir: „Með rangstöðu, þá áttu bara að þurfa eina endursýningu. Ef það er ekki ljóst eftir eina endursýningu treystu þá á dómarann á vellinum. Reyndar, þannig á að nota VAR fyrir allar ákvarðanir."

„Þú átt í mesta lagi að þurfa tvær endursýningar til að bæta fyrir stór mistök."

Tilgangur VAR á að vera að bæta fyrir stór mistök af hálfu dómara og því er mikið ósætti við það þegar dæmt er á handakrikarangstöður eins og nokkrum sinnum hefur verið gert á Englandi í vetur.





Athugasemdir
banner
banner