Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. desember 2019 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Traore er helsta martröð varnarmanna Man City
Mynd: Getty Images
Adama Traore átti annan stórleik sinn á tímabilinu gegn Manchester City í gærkvöldi. Traore átti frábæran leik, hann lagði upp annað mark liðsins og hafði sjálfur skorað það fyrsta í 3-2 endurkomu sigri.

Traore skoraði bæði mörk Wolves í sigri liðsins á Etihad fyrr á leiktíðinni. Þrjú mörk og ein stoðsending hjá hinum 23 ára gamla Traore gegn City á leiktíðinni.

Mörkin og stoðsendingin er eitt því fyrir utan þá tölfræði var hann magnaður í gær. Hann átti fimm skottilraunir, lagði upp þrjú skotfæri þar sem skot voru tekin að marki og þá heppnuðustu tíu af ellefu sprettum hans með boltann.

Varnarmenn Manchester City eru í uppáhaldi hjá Traore sem valinn var maður leiksins í gærkvöldi. Við þetta má bæta að fyrir tveimur leiktíðum lék Traore í Championship deildinni með Middlesbrough, miklar framfarir hja þessum kröftuga kantmanni.




Athugasemdir
banner
banner
banner