Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. desember 2019 12:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vidal höfðar mál gegn Barcelona - 327 milljónir sem vantar upp á
Mynd: Getty Images
Arturo Vidal, leikmaður Barcelona, er farinn í mál við Barcelona, vegna vangoldinna launagreiðslna.

Vidal er sagður eiga inni um 2,4 milljónir evra sem hann átti að fá í bónusgreiðslum, Mundo Deportivo greinir frá.

Í viðtali við Marca segir Vidal að honum finnst ósanngjarnt að fá ekki þær greiðslur sem samningur hans segir til um. Vidal fékk 1,7 milljónir evra í bónusgreiðslum á síðasta ári en telur sig hafa átt að fá 4,1 milljónir evra.

„Ég stýri þessu ekki, þess vegna er ég með umboðsmanninn og lögfræðing sem sjá um þessi mál," sagði Vidal við ADN

„Mér finnst það ósanngjarnt að það vanti pening, ég vil ekki ræða þetta frekar við fjölmiðla þar til ég kem aftur til Spánar," sagði Vidal við fjölmiðla í Síle.

2,4 milljónir evra eru um 327 milljónir íslenskra króna, ágætis búbót.
Athugasemdir
banner
banner
banner