Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 28. desember 2020 17:40
Enski boltinn
Binda vonir við Emile Smith Rowe
Emile Smith Rowe
Emile Smith Rowe
Mynd: Getty Images
Emile Smith Rowe átti góðan leik í 3-1 sigri Arsenal á Chelsea á laugardag en þetta var fyrsti leikur hans í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Hinn tvítugi Smith Rowe er sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur undanfarin tvö tímabil öðlast reynslu á láni hjá RB Leipzig og Huddersfield.

Stuðningsmenn Arsenal binda vonir við að hann geti orðið lykilmaður hjá Arsenal í framtíðinni.

„Vonandi getur hann farið að spila meira. Hann minnir mig á Kevin de Bruyne í því hvernig hann ber sig, í hvaða svæði hann leitar og hvernig hann sendir. Ég er ekki að segja að hann sé leikmaður á því kaliberi eða verði það nokkurntímann en hann er svipuð týpa," sagði Einar Guðnason í hlaðvarpsættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag.

Jón Kaldal sagði: „Hann er ótrúlega spennandi leikmaður ef hann nær að halda sér heilum. Hann er bara tvítugur þessi strákur og var frábær þegar hann var heill hjá Huddersfield á síðasta tímabili."

„Hann er tilbúinn að verjast og spila í þröngum stöðum. Hann er líka tilbúnn að opna fyrir aðra. Hann er mjög öflugur að snúa með boltann og spila fram á við."


Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Langþráður Arsenal sigur og frábær Bruno
Athugasemdir
banner