banner
   mán 28. desember 2020 14:30
Enski boltinn
Bruno Fernandes fékk lyklana fljótt hjá Ole
Mynd: Getty Images
„Þeir eru með Bruno Fernandes sem er örugglega sá besti í deildinni hingað til. Geggjaður leikmaður," sagði Einar Guðnason í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag þegar rætt var um Manchester United.

Hinn 26 ára gamli Bruno hefur slegið í gegn hjá Manchester United síðan hann kom til félagsins frá Sporting Lisabon í janúar.

Portúgalinn skoraði og lagði upp mark í 2-2 jafnteflinu gegn Leicester um helgina.

„Ole Gunnar var fljótur að afhenda honum lyklana að liðinu. Liðið byggist mikið á því að hann fái að vera mikið í boltanum," sagði Jón Kaldal.

„Það er ótrúlega gaman að horfa á þennan strák spila fótbolta. Það er mikill vilji og hann tekur félagana með sér. Það er frábært að fá hann í deildina."

Einar bætti við: „Þetta er gæi sem er óhræddur við að skjóta hvar em er og hann er að skora hvar sem er."

Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Langþráður Arsenal sigur og frábær Bruno
Athugasemdir
banner
banner