Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 28. desember 2020 18:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cavani fer ekki í bann fyrir hálstakið
Mynd: Getty Images
Edinson Cavani verður ekki refsað fyrir hálstakið á Yerri Mina í leik Everton og Manchester United í deildabikarnum í síðustu viku.

Dómari leiksins hefur opinberað að hann sá atvikið og því er ekki hægt að refsa Cavani frekar, ekki var hægt að notast við VAR í leiknum þar sem sú tækni er ekki notuð í deildabikarnum.

Cavani gæti farið bann vegna orða sinna á Instagram. Ef hann fer í bann þá verður það að lágmarki þriggja leikja bann fyrir að nota orðið 'Negrito' í kveðju á Instagram. Það mál er enn í rannsókn.

„Aldrei rautt. Þetta eru tveir menn frá Suður-Ameríku að takast á. Þeir hafa mæst áður og þetta var alvöru fótboltaleikur. Leikur með áhorfendur, tæklingum og færum. Ég naut þess að horfa á leikinn, sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, aðspurður um viðskipti Cavani og Mina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner