Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 28. desember 2020 16:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Bæði lið geta verið svekkt eftir jafntefli
Barnes jafnaði leikinn.
Barnes jafnaði leikinn.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace 1 - 1 Leicester City
0-0 Kelechi Iheanacho ('19 , Misnotað víti)
1-0 Wilfried Zaha ('58 )
1-1 Harvey Barnes ('83 )

Harvey Barnes sá til þess að Leicester náði í stig gegn Crystal Palace á útivelli í ensku úrvalsdeildinni en Leicester sótti Palace heim í dag.

Vicente Guaita varði vítaspyrnu frá Kelechi Iheanacho í fyrri hálfleiknum, Iheanacho á punktinum þar sem Jamie Vardy byrjaði á varamannabekknum.

Wilfried Zaha kom heimamönnum yfir með skoti á nærstöngina eftir fyrir fyrirgjöf á 58. mínútu. 25 mínútum síðar jafnaði Barnes muninn eftir laglegt framtak.

Leicester sótti undir lokin en þrátt fyrir að yfirburðir gestanna hafi verið talsverrðir í leiknum skilaði það einungis einu stigi í hús. Palace-liðið getur verið svekkt þar sem liðið komst yfir og leiddi fram á 83. mínútu.

Leicester er í 2. sæti og Crystal Palace í 13. sæti eftir þennan fyrsta leik 16. umferðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner