Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 28. desember 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Foden ósáttur við fá tækifæri í byrjunarliðinu
Mynd: Getty Images
Phil Foden, miðjumaður Manchester City, er ósáttur við að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliðinu.

Hinn tvítugi Foden hefur byrjað fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Foden skoraði og átti góðan leik í 4-1 sigrinum á Arsenal í enska deildabikarnum í síðustu viku. Foden var hins vegar á ný á bekknum í 2-0 sigrinum á Newcastle um helgina.

The Telegraph segir að Foden sé ósáttur við að fá ekki fleiri tækifæri og ummæli Pep Guardiola eftir leikinn gegn Arsenal hafi einnig valdið honum áhyggjur. Foden telur að hann fái ekki nægilegt traust hjá stjóranum.

„Phil hefur ótrúlega orku en lokaákvörðunin hjá honum, úrslitasendingin, hann þarf að róa sig aðeins þar. Hann þarf meiri reynslu til að verða rólegri á ákveðnum auganblikum," sagði Guardiola eftir leikinn í síðustu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner