Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 28. desember 2020 16:00
Enski boltinn
Gylfi gæti hjálpað Everton að landa Meistaradeildarsæti
Mynd: Getty
Everton komst upp í 2. sætið í ensku úrvalsdeildinni með 1-0 útisigri gegn Sheffield United um helgina. Skammt er stórra högga á milli hjá liðinu en Manchester City kemur í heimsókn á Goodison Park í kvöld.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur leikið mjög vel undanfarnar vikur með Everton en hann skoraði sigurmarkið gegn Sheffield United. Rætt var um Gylfa og Everton í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag.

„Hann fer ekki hraðast yfir á vellinum en hann er ótrúlega góður í fótbolta. Hann er í liði sem endar í topp fjórum hjá Ancelotti," sagði Jón Kaldal í þættinum.

„Hann er að nota hópinn sinn vel og er með mikið af góðum leikmönnum. Þeir eru ekki að fara í titilbaráttu en þeir eiga mikið inni ennþá."

Everton hefur unnið fjóra leiki í röð eftir að hafa tekið dýfu eftir góða byrjun á mótinu. Liðið gæti barist um Meistaradeildarsæti.

„Maður hefði aldrei trúað þessu fyrir mánuði síðan en þetta er fljótt að breytast," sagði Einar Guðnason.

Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Langþráður Arsenal sigur og frábær Bruno
Athugasemdir
banner
banner