Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 28. desember 2020 19:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hodgson: Kostaði Ray nánast hjartaáfall
Roy og Ray
Roy og Ray
Mynd: Getty Images
„Við vorum alls ekki sáttir við frammistöðuna í fyrri hálfleiknum og það tók á bálreiðan aðstoðarmann minn, Ray Lewington, í hálfeik að hrista menn til lífs. Það kostaði hann nánast hjartáafall að mynda orkuna sem hann notaði í ræðuna," sagði Roy Hodgson í viðtali eftir 1-1 jafntefli Crystal Palace og Leicester í dag.

„Við vorum orðlausir yfir leik okkar í fyrri hálfleik. Við rifum okkur í gang seinni hálfleiknum. Byrjuðum að pressa og vorum hættulegir sóknarlega. Í restina vorum við svo heppnir að þeir skoruðu ekki annað en það hefði verið mjög svekkjandi. Þetta er skref fram á við."

„Það var nauðsynlegt að stöðva slæmt gengi með úrslitum í dag. Að halda sæti sínu í deildinni verður ekki auðvelt, það er stutt á milli í þessu," sagði Hodgson.

Wilfried Zaha skoraði mark Crystal Palace í leiknum. Liðið er í 13. sæti þegar 16. umferðin er nýhafin.
Athugasemdir
banner
banner
banner