banner
   mán 28. desember 2020 16:15
Ungstirnin
Jón Dagur: Maður stefnir á að spila á hærra sviði
Jón Dagur í leik í Danmörku.
Jón Dagur í leik í Danmörku.
Mynd: Getty Images
Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður AGF, er í viðtali í nýjasta þætti af „Ungstirnunum" á Fótbolta.net.

Hinn 22 ára gamli Jón Dagur er á öðru ári hjá AGF í Danmörku. Á síðasta tímabili skoraði Jón Dagur átta mörk í 31 leik í dönsku úrvalsdeildinni en hann hefur skorað fjögur mörk í þrettán leikjum á þessu tímabili. Jón Dagur ræðir stöðu sína í þættinum og margt fleira.

„Ég á eitt og hálft ár eftir af samningi hjá AGF. Á síðasta tímabili var ég inn og út úr liðinu en var að standa mig þær mínútur sem ég fékk," sagði Jón Dagur í Ungstirnunum.

„Ég vil ná meiri stöðugleika í mínútufjölda, mörkum og stoðsendingum og svo skoða annað. Það er ekkert leynarmál að maður stefnir á að spila á hærra sviði."

Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild en þar ræðir Jón Dagur einnig um landsliðið og fleira. Viðtalið hefst eftir rúman klukkutíma.
Ungstirnin - Jón Dagur og Alfons takast á
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner