Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 28. desember 2020 17:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man City verður ekki dæmt úr leik í deildabikarnum
Mynd: Getty Images
Fari svo að Manchester United og Manchester City geti ekki mæst í deildabikarnum í næstu viku verður lið Manchester City ekki dæmt úr leik. Umræða hefur skapast varðandi þann möguleika vegna frestunnar á leik Everton og Manchester City í kvöld. Þeim leik var frestað vegna smita hjá City-liðinu.

Snemma í deildabikarnum í ár var Leyton Orient dæmdur ósigur gegn Tottenham þar sem liðið gat ekki mætt til leiks vegna smita.

Reglurnar breytast í 4. umferð keppninnar og segir að viðureignin skuli fara fram við fyrsta mögulega tækifæri. Æfingasvæði City var lokað í dag vegna smitanna og óvíst hvort að liðið geti mætt United í næstu viku og Chelsea í úrvalsdeildinni um næstu helgi.

Manchester United á möguleika á því að leika í vikunni milli 9. janúar og 17. janúar en City-liðið á skráðan leik á þeim tímapunkti, taflið snýst við í vikunni þar á eftir en þá á United leik í miðri viku en City-liðið ekki.

Leikur United og Burnley
Í tengdum fréttum þá hefur United sent fyrirspurn á enska knattspyrnusambandið um að leikurinn við Burnley, sem frestað var í 1. umferð deildarinnar, fari fram 12. eða 13. janúar þar sem bæði lið eiga ekki leik þá daga samkvæmt leikskipulaginu eins og það er í dag.

United furðar sig jafnframt á því að ekki sé búið að finna leiktíma fyrir leikinn gegn Burnley.
Athugasemdir
banner
banner