Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 28. desember 2020 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi segir Guardiola og Luis Enrique bestu þjálfarana
Eiður Smári Guðjohnsen og Messi á æfingu hjá Barcelona, en þeir spiluðu saman undir stjórn Guardiola.
Eiður Smári Guðjohnsen og Messi á æfingu hjá Barcelona, en þeir spiluðu saman undir stjórn Guardiola.
Mynd: Getty Images
Luis Enrique.
Luis Enrique.
Mynd: Getty Images
Argentíski snillingurinn Lionel Messi segist hafa verið heppinn að fá tækifæri til að vinna með Pep Guardiola.

Messi var aðalmaðurinn í liði Barcelona sem vann allt mögulegt undir stjórn Guardiola frá 2008 til 2011, þar á meðal Meistaradeildina tvisvar sinnum.

Hinn 33 ára gamli Messi, sem er af mörgum talinn besti fótboltamaður sögunnar, á nokkra mánuði eftir af samningi sínum við Barcelona og gæti hann leitað á önnur mið næsta sumar eftir að hafa leikið allan sinn feril til þessa með Barcelona. Hann hefur verið orðaður við Manchester City þar sem Guardiola er við stjórnvölinn núna.

„Hann (Guardiola) er með eitthvað sérstakt við sig," segir Messi í samtali við La Sexta. „Hann fær þig til að sjá hluti í ákveðnu ljósi hvað varðar undirbúningi fyrir leiki, bæði varnarlega og sóknarlega."

„Hann gat sagt þér nákvæmlega hvernig leikurinn færi og hvernig væri best að sækja til sigurs."



Messi er líka með mikið álit á Luis Enrique, þjálfara sem hann vann með eftir að Guardiola fór frá Barcelona. Hann segir þá tvo bestu þjálfara í heimunum, en Enrique er núna landsliðsþjálfari Spánar.

„Ég bætti mig mikið fótboltalega séð og í taktískri kunnáttu með því að vinna með þeim báðum með stuttu millibili," sagði Messi.

Barcelona situr í fimmta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar en stjóri liðsins í dag er Hollendingurinn Ronald Koeman.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner