Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 28. desember 2020 18:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Noregur: Mark á 97. mínútu hélt Mjöndalen í efstu deild
Dagur Dan lék með Keflavík sumarið 2018.
Dagur Dan lék með Keflavík sumarið 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mjöndalen 3 - 2 Sogndal

Sogndal heimsótti í dag Mjöndalen í úrslitaleik um sæti í Eliteserien, efstu deild í Noregi, á komandi leiktíð. Sogndal hafði unnið umspilið í 1. deild og mætti Mjöndalen, þriðja neðsta liði Eliteserien, í úrslitaleiknum sem fram fór í Mjöndalen.

Mjöndalen leiddi 1-0 í hálfleik og fram á 79. mínútu. Þá jöfnuðu gestirnir með marki úr vítaspyrnu og komust yfir mínútu seinna.

Heimamenn jöfnuðu leikinn á 88. mínútu. Sigurmark leiksins kom svo á sjöundu mínútu uppbótartíma og tryggði það heimamönnum áframhaldandi veru í efstu deild.

Mjöndalen vann 3-0 sigur á Álasund í síðustu umferð deildarinnar og tryggði sá sigur liðinu umspilsleikinn, Start féll á markatölu í lokaumferðinni.

Dagur Dan Þórhallsson er leikmaður Mjöndalen en hann hefur ekki verið í leikmannahópi liðsins frá því í september.
Athugasemdir
banner
banner