Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 28. desember 2020 08:25
Magnús Már Einarsson
Özil til Juventus á láni?
Powerade
Mesut Özil.
Mesut Özil.
Mynd: Getty Images
Janúarglugginn er handan við hornið. Kíkjum á slúðurpakka dagsins.



Arsenal hefur boðið Juventus að fá Mesut Özil (32) á láni út tímabilið. Arsenal er tilbúið að borga hluta af launum Özil til að láta hlutina ganga upp. (Sun)

Manchester United hefur ákveðið að hætta við að fá David Alaba (28) frá Bayern Munchen. Alaba verður samningslaus í næsta sumar en forráðamenn United telja að hann sé of dýr. (The Athletic)

Arsenal vonast til að hafa betur gegn Manchester City og Bayern Munchen í baráttunni um Tariq Lamptey (20) hægri bakvörð Brighton, ef að Hector Bellerin (25) fer aftur til Barcelona. (Mirror)

Mauricio Pochettino hefur samþykkt að taka við PSG. Franska félagið borgar Thomas Tuchel 5,4 milljónir punda í starfslokasamning. (Fabrizio Romano)

Wolves vill fá Luka Jovic (23) framherja Real Madrid á láni. (The Athletic)

Phil Foden (20) er pirraður á að fá ekki meiri spiltíma hjá Manchester City. (Telegraph)

Tottenham er að íhuga að fá Christian Eriksen (28) aftur frá Inter. (Calciomercato)

Georginio Wijnaldum (30) miðjumaður Liverpool ætlar að ákveða á næstu dögum hvort hann framlengi samning sinn við félagið eða ekki. (Guardian)

Villarreal er að reyna að fá miðjumanninn Etienne Capoue (32) frá Watford. (Mail)

David Moyes (21) vonast til að sannfæra Declan Rice um að gera nýjan samning þrátt fyrir áhuga frá Chelsea. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner