Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 28. desember 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Planið hjá Patrik að vera kominn í nýtt félag í janúar
Patrik Sigurður Gunnarsson.
Patrik Sigurður Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik Sigurður Gunnarsson fer aftur til Englands eftir áramót eftir lánsdvöl hjá Viborg í dönsku B-deildinni.

Patrik, sem er markvörður íslenska U21 landsliðsins, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær þar sem hann ræddi um framtíð sína. Hann er samningsbundinn Brentford þar sem hann er ekki fremstur í goggunarröðinni eins og staðan er núna.

Patrik, sem spilaði afar vel með Viborg, segir: „Það sem stendur upp úr á árinu er að tryggja sig á EM (með U21 landsliðinu) og svo hefur gengið vel með félagsliði líka."

„Ég setti mér það markmið áður en ég fór á láni að fá á mig færri mörk en spilaða leiki og það gekk upp," sagði Patrik sem fékk á sig níu mörk í 11 leikjum. Hann tapaði ekki leik með Viborg.

„Markvörðurinn þeirra er búinn að vera meiddur í eitt og hálft ár eða eitthvað. Þetta kemur þannig til að aðstoðarþjálfarinn hjá Brentford og þjálfarinn hjá Viborg eru mjög góðir vinir. Það eru tengsl á milli félaganna í gegnum þá."

Markvörður Viborg er búinn að jafna sig af meiðslum og Patrik fer ekki aftur þangað.

„Planið er mig að fara aftur á láni. Það er verið að vinna að því núna," segir Patrik sem segir það mikilvægasta að fara eitthvað þar sem hann getur spilað leiki. Það er planið að vera kominn í nýtt félag um miðjan janúar.

Hlusta má á útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Áramótakæfan 2020
Athugasemdir
banner
banner
banner