Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 28. desember 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Scholes: Vona að við sjáum Lindelöf ekki aftur í hægri bakverði
Victor Lindelöf.
Victor Lindelöf.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, var ekki hrifinn af því að sjá Svíann Victor Lindelöf í hægri bakverði gegn Leicester á laugardag.

Aaron Wan-Bissaka var frá vegna meiðsla og Ole Gunnar Solskjær ákvað að spila Lindelöf í hægri bakverði en það er staða sem hann hefur nokkrum sinnum leyst á sínum ferli, meðal annars þegar hann var leikmaður Benfica í Portúgal.

Lindelöf hefur bara verið notaður sem miðvörður hjá Man Utd en á laugardag spilaði hann í hægri bakverði. Scholes var ekki hrifinn af því sem hann sá.

„Ég held að við munum ekki sjá þetta aftur," sagði Scholes á BT Sport. „Ég vona að við sjáum þetta ekki aftur. Það hljóta að vera betri möguleikar."

Solskjær, stjóri Man Utd, gaf það í skyn eftir leikinn í gær að Lindelöf gæti þurft á bakaðgerð að halda.
Athugasemdir
banner
banner
banner