banner
   mán 28. desember 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Solskjær til í að halda Cavani lengur hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vonast til að framherjinn Edinson Cavani verði áfram með liðinu á næsta tímabili.

Hinn 33 ára gamli Cavani gerði eins árs samning við United í byrjun tímabils með möguleika á að bæta við öðru ári. Solskjær vonast til að framlengja samninginn við Úrúgvæann.

„Edinson á nokkur ár eftir svo ég myndi ekki búast við neinu öðru. Hann hefur hjálpað okkur mikið og ég treysti honum," sagði Solskjær.

Cavani hefur verið einu sinni í byrjunarliði í ensku úrvalsdeildinni hingað til en hann hefur skorað þrjú mörk í átta leikjum. Um helgina lagði hann upp mark fyrir Bruno Fernandes gegn Leicester eftir að hafa komið inn á.

Solskjær segir að Cavani muni byrja fleiri leiki á næstunni.

„Hann er klárlega byrjunarliðsmaður. Ég segi ekki annað um leikmann í hans gæðaflokki. Ég treysti honum og hann mun líklega byrja fleiri leiki en ekki," sagði Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner