mán 28. desember 2020 12:30
Enski boltinn
„Vona að Arteta treysti þessum ungu leikmönnum meira"
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: Getty Images
Það var Arsenal þema í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" í dag en Arsenal stuðningsmennirnir Jón Kaldal og Einar Guðnason kíktu í heimsókn.

Arsenal vann Chelsea 3-1 á laugardag en um var að ræða fyrsta sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni í 56 daga. Emile Smith Rowe og Gabriel Martinelli fengu báðir tækifæri í byrjunarliðinu á laugardag.

„Ég vona að Arteta treysti þessum ungu leikmönnum meira. Emile Smith Rowe og Martinelli. Martinelli hefur verið guðs gjöf eftir endurkomuna," sagði Jón í þættinum.

„Arteta er líka farinn að draga sig aðeins til baka í þessu Micromanagement á hliðarlínunni. Maður sér hann ekki jafn mikið í mynd og hann er ekki að kalla jafnmikið á leikmenn."

Arsenal mætir Brighton á morgun og WBA um næstu helgi.

„Stóra prófið hjá honum (Arteta) var ekki núna. Það eru leikirnir sem eru framundan á móti liðunum sem munu liggja djúpt. Brighton, sem við töpuðum illa fyrir í vor, og svo WBA þar sem Sammi sopi mætir með sinn tveggja hæða vagn," sagði Jón.

Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Langþráður Arsenal sigur og frábær Bruno
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner