Spænska félagið Real Madrid er að hætt að eltast við argentínska undrabarnið Franco Mastantuono, sem er á mála hjá River Plate í heimalandinu en þetta kemur fram í Marca.
Mastantuono, sem er 17 ára gamall, er einn allra efnilegasti leikmaður Argentínu og hefur þegar spilað yfir 30 leiki á sínu fyrsta tímabili með River.
Miðjumaðurinn varð yngsti markaskorari í sögu River Plate er hann skoraði í 3-0 sigri liðsins á Excursionistas í bikarnum og bætti þar 26 ára gamalt met Javier Saviola.
Argentínumaðurinn er í sigtinu hjá öll stærstu félögum heims en Marca greinir nú frá þeim óvæntum fregnum að Real Madrid hefur skráð sig úr baráttunni.
Ástæðan fyrir því að Real Madrid ákvað að hætta við er að félagið taldi leikmanninn hafa svikið félagið með því að framlengja samninginn við River Plate í mars.
Þá var umboðsmaður hans einnig að ræða við stóra klúbba í Evrópu en hann og leikmaðurinn töldu best að framlengja við River Plate til 2027 og er hann nú með 45 milljóna evra riftunarákvæði.
Talið er að AC Milan sé nú í bílstjórasætinu um Argentínumanninn sem mun að öllum líkindum taka stökkið í Evrópuboltann á næsta ári.
Athugasemdir