Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. janúar 2020 18:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í Manchester-slagnum: Fjórar og fimm breytingar
De Bruyne kemur aftur inn í lið City ásamt Rodri, Walker, Aguero og Sterling.
De Bruyne kemur aftur inn í lið City ásamt Rodri, Walker, Aguero og Sterling.
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes er á leið til Manchester United og talið er að hann gæti verið í stúkunni á Etihad-vellinum í kvöl þegar United mætir City í deildabikarnum.

Þetta er seinni undanúrslitaleikur liðanna, fyrri leikurinn á Old Trafford endaði 3-1 fyrir City.

Pep Guardiola gerir fimm breytingar frá 4-0 sigrinum á Fulham í FA-bikarnum síðasta sunnudag. Kevin de Bruyne, Sergio Aguero og Raheem Sterling byrjuðu á bekknum í þeim leik, en þeir koma allir inn í dag. Rodri og Walker koma einnig inn í liðið.

Manchester United vann Tranmere 6-0 í bikarnum síðasta sunnudag. Frá þem leik gerir Ole Gunnar Solskjær fjórar breytingar, en hann virðist halda í þriggja miðvarða kerfi með Luke Shaw í miðverði.

David de Gea, Brandon Williams, Aaron Wan-Bissaka og Fred koma inn í lið United. Út fara Sergio Romero, Phil Jones, Andreas Pereira og Diogo Dalot.

Leikurinn byrjar klukkan 19:45, en hér að neðan eru byrjunarliðin.

Byrjunarlið Man City: Bravo, Walker, Rodri, Otamendi, Cancelo, Gundogan, Mahrez, De Bruyne, Bernardo, Sterling, Aguero.
(Varamenn: Ederson, Stones, G Jesus, Zinchenko, D Silva, Foden, Garcia)

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Wan-Bissaka, Lindelöf, Maguire, Shaw, Williams, Matic, Fred, Lingard, Martial, Greenwood.
(Varamenn: Romero, Bailly, Dalot, Jones, Pereira, James, Mata)
Athugasemdir
banner