Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 29. janúar 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
PSV nær í Rodriguez frekar en Van Aanholt
Rodriguez í leik með Sviss gegn íslenska landsliðinu.
Rodriguez í leik með Sviss gegn íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick van Aanholt verður væntanlega áfram í herbúðum Crystal Palace þar sem hollenska félagið PSV Eindhoven hefur náð samkomulagi við AC Milan vegna Ricardo Rodriguez.

Rodriguez er vinstri bakvörður eins og Van Aanholt.

Sagt var frá því í gær að PSV hefði gert tilboð í Van Aanholt í gær. Tilboð upp á allt að 7,6 milljónir punda. Van Aanholt var hjá PSV hluta af yngri flokka árum sínum en Chelsea fékk hann til Englands 2007.

Van Aanholt, sem á 18 mánuði eftir af samningi sínum hjá Palace, hefur skorað tvö mörk í 17 leikjum á tímabilinu fyrir félag sitt.

Napoli var í viðræðum við Milan um hinn 27 ára gamla Rodriguez, en það gekk ekki eftir og ákvað því PSV að skerast í leikinn þar. Nú hefur náðst samkomulag á milli PSV og AC Milan.

Talið er að AC Milan sé á eftir bakverði Wigan, Antonee Robinson. Frekar óvænt það, en Wigan er í fallbaráttu í Championship-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner