Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 29. janúar 2023 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal neitar að selja McCabe til Chelsea
McCabe á 18 mörk í 70 landsleikjum með Írlandi.
McCabe á 18 mörk í 70 landsleikjum með Írlandi.
Mynd: EPA

Sky Sports greinir frá því að kvennadeild Arsenal hafi hafnað háu tilboði í kantmanninn sinn Katie McCabe.


Chelsea vill fá McCabe í sínar raðir en hún er fyrirliði írska landsliðsins og hefur spilað yfir 100 leiki fyrir Arsenal.

McCabe hefur komið við sögu í öllum leikjum Arsenal á tímabilinu og hefur ekki misst af keppnisleik síðan 11. febrúar síðastliðinn.

Chelsea hefur mikinn áhuga á McCabe sem er 27 ára gömul og með 17 mánuði eftir af samningi sínum við Arsenal.

Kaupverðið er óuppgefið en metfé sem hefur verið greitt fyrir leikmann í kvennafótbolta eru 400 þúsund pund, sem Barcelona borgaði til Manchester City til að kaupa Keira Walsh. Hæsta kaupverð fyrir félagsskipti á milli enskra félaga eru 250 þúsund pund, sem Tottenham greiddi til Chelsea fyrir Beth England í byrjun janúargluggans.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner