Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. janúar 2023 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Benoný Breki á leið til KR
Á að baki fimm leiki fyrir U17 landsliðið.
Á að baki fimm leiki fyrir U17 landsliðið.
Mynd: Bologna

Arnar Laufdal Arnarsson greinir frá því að hinn bráðefnilegi Benoný Breki Andrésson sé á leið heim til KR þar sem hann mun skrifa undir þriggja ára samning.


Benoný Breki lék fyrir yngri flokka Gróttu og Breiðabliks áður en hann hélt út til Bologna sumarið 2021. Hann gerði fína hluti með unglingaliði Bologna og bauð félagið honum nýjan þriggja ára samning en hann neitaði því tilboði.

Benoný er 17 ára gamall og fór á reynslu til Randers í Danmörku fyrr í janúar. Benoný átti að vera þar í þrjár vikur en ákvað að halda annað eftir viku hjá félaginu og er nú að ganga í raðir KR.

KR hefur verið duglegt á leikmannamarkaðinum og er að yngja upp í hópnum hjá sér. Arnar Laufdal segir að Benoný muni líklegast skrifa undir samning á morgun, mánudag.

Á föstudag var greint frá því að KR væri að reyna fá Jakob Franz Pálsson á láni frá Venezia og fjallað hefur verið um að KR sé að reyna fá Jóhannes Kristin Bjarnason frá Norrköping.



Athugasemdir
banner
banner
banner