Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. janúar 2023 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea leggur allt púður í Enzo Fernandez
Mynd: Getty Images

Sky Sports og Fabrizio Romano greina frá því að Chelsea sé komið aftur á fullt skrið í viðræðum við Benfica um kaup á argentínska miðjumanninum Enzo Fernandez.


Fernandez er gríðarlega eftirsóttur enda talinn vera einn af betri miðjumönnum heims eftir að hann lét ljós sitt skína á heimsmeistaramótinu í Katar.

Fernandez er 22 ára miðjumaður sem er lykilmaður í liði Benfica. Portúgalska félagið keypti hann síðasta sumar fyrir 5 milljónir evra og núna er Chelsea reiðubúið til að borga 120 milljónir fyrir hann.

Öll stærstu lið Evrópu eru sögð hafa áhuga á Fernandez svo Chelsea ætlar að vera fyrra til og krækja í heimsmeistarann áður en samkeppnin verður of hörð næsta sumar.

Söluákvæði Fernandez hljóðar upp á 120 milljónir evra og virðist Chelsea ætla að virkja það til að tryggja sér leikmanninn - sem er samningsbundinn Benfica til 2027.


Athugasemdir
banner
banner