Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. janúar 2023 15:26
Aksentije Milisic
Enski bikarinn: Mitoma henti Liverpool úr bikarnum
Mitoma var hetja heimamanna.
Mitoma var hetja heimamanna.
Mynd: Getty Images
Elliott skoraði en það dugði skammt.
Elliott skoraði en það dugði skammt.
Mynd: EPA

Brighton 1 - 1 Liverpool
0-1 Harvey Elliott ('30 )
1-1 Lewis Dunk ('39 )
2-1 Kaoru Mitoma (90)


Brighton og Liverpool áttust við í 32-liða úrslitum enska bikarsins í dag en spilað var í Brighton.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn. Bæði lið komust í góð færi en bjargað var á marklínu og þá datt Mohamed Salah í gegn en skotið hans fór framhjá fjærstönginni.

Eftir hálftíma leik kom fyrsta markið. Harvey Elliott fékk þá flotta sendingu frá Salah og kláraði Elliott færið með skoti í fjærhornið með hægri fæti.

Leikmenn Brighton vildu fá dæmda hendy á Naby Keita í aðdraganga marksins en markið stóð og gestirnir komust í forystu. Adam var þó ekki lengi í paradísinni góðu.

Á 39. mínútu fengu heimamenn hornspyrnu sem var skölluð út í teiginn. Þar mætti hægri bakvörðurinn Tariq Lamptey og þrumaði í Lewis Dunk og í netið, óverjandi fyrir Alisson Becker í marki Liverpool.

Staðan var jöfn í hálfleik en í þeim síðari fékk Brighton betri færi og virtist ætla vera líklegra liðið til að klára leikinn.

James Milner vildi fá dæmda vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleikinn eftir baráttu við Óscar Estupinan en fékk ekkert fyrir sinn snúð.

Solly March fékk dauðafæri eftir flotta sendingu frá hinum spræka Mitoma en Alisson varði frábærlega. Þá komst Evan Ferguson í upplagt færi en Ibrahima Konta henti sér glæsilega fyrir skotið.

Það var síðan í uppbótartímanum sem Japaninn Mitoma skoraði glæsilegt mark og henti bikarmeisturunum úr keppni.

Hann fékk boltann á fjær frá Óscar Estupinan og tók á móti boltanum. Hann fór hrikalega illa með Joe Gomez áður en hann þrumaði knettinum í þaknetið.

Þetta var sigurmark leiksins og Liverpool er því dottið úr keppni en Brighton er komið áfram í fimmtu umferðina.


Athugasemdir
banner
banner