Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. janúar 2023 20:15
Ívan Guðjón Baldursson
Fresneda var ekki í hóp - Á leið til Arsenal?
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Spænski bakvörðurinn Ivan Fresneda var ekki í leikmannahópi Real Valladolid sem lagði Valencia að velli í spænsku deildinni í dag.


Fresneda er aðeins 18 ára gamall en þykir afar öflugur og hefur tekist að vinna sér inn fastasæti í byrjunarliði Valladolid. Nokkur félög hafa áhuga á honum en Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti hann skipt yfir til toppliðs enska boltans áður en janúarglugginn lokar um þriðjudagskvöldið.

Fresneda hefur misst af síðustu æfingum Valladolid og var ekki í hóp gegn Valencia. Opinbera ástæðan er sú að hann er að glíma við smávægileg meiðsli en spænskir fjölmiðlar eru sannfærðir um að hægri bakvörðurinn sé að skipta um félag.

Borussia Dortmund er meðal áhugasamra félaga og er talið vera eitt af tveimur félögum með burðina til að stela Fresneda undan nefinu á Arsenal.

Fresneda kostar ekki nema um 15 milljón evrur og vill Valladolid fá hann lánaðan aftur til sín út tímabilið. Þá vill Valladolid einnig hafa endursöluákvæði í kaupsamningnum. 

Newcastle hafði einnig áhuga á Fresneda en er að krækja í Harrison Ashby frá Newcastle í staðinn.


Athugasemdir
banner
banner