Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 29. janúar 2023 19:10
Ívan Guðjón Baldursson
Gordon: Fæ tækifæri til að skara framúr
Gordon skoraði 7 mörk í 78 leikjum hjá Everton en er núna orðinn leikmaður Newcastle.
Gordon skoraði 7 mörk í 78 leikjum hjá Everton en er núna orðinn leikmaður Newcastle.
Mynd: Getty Images

Anthony Gordon er í skýjunum með félagsskipti sín frá Everton til Newcastle.


Newcastle United borgar í heildina um 45 milljónir punda fyrir Gordon, sem verður 22 ára í febrúar. Það gerir Gordon að næstdýrasta leikmanni í sögu félagsins eftir Alexander Isak.

Gordon leikur sem kantmaður en var ósáttur með lífið hjá fallbaráttuliði Everton. Hann er kominn með 3 mörk í 18 leikjum á leiktíðinni og býst við að skora mun meira hjá sínu nýja félagi sem er í baráttu um Meistaradeildarsæti.

„Ég var viss um að Newcastle væri áfangastaðurinn fyrir mig um leið og ég heyrði af áhuga þeirra. Ég held að borgin henti mér fullkomlega sem manneskju og spilamennska liðsins hentar mér sem leikmanni. Félagið virðist vera á réttri braut og ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað," sagði Gordon við NUFC TV.

„Þetta er risastórt skref fyrir mig. Fólk hefur ekki enn séð hvers ég er megnugur og ég held að ég fái tækifæri til að virkilega skara framúr hér undir stjórn Eddie Howe."


Athugasemdir
banner
banner