banner
   sun 29. janúar 2023 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lindelöf verður hvorki seldur né lánaður
Lindelöf er í baráttu við Raphael Varane, Lisandro Martinez og Harry Maguire um sæti í byrjunarliði Man Utd.
Lindelöf er í baráttu við Raphael Varane, Lisandro Martinez og Harry Maguire um sæti í byrjunarliði Man Utd.
Mynd: EPA

Fabrizio Romano greinir frá því að Manchester United sé búið að taka ákvörðun varðandi Victor Lindelöf, sænskan miðvörð félagsins.


Inter hefur áhuga á Lindelöf til að fylla í skarðið sem Milan Skriniar skilur eftir sig með félagsskiptum sínum til PSG.

Inter er búið að spyrjast fyrir um Lindelöf en Rauðu djöflarnir ætla ekki að missa hann frá sér á þessu stigi tímabilsins.

Lindelof er 28 ára gamall, með 211 leiki að baki fyrir Man Utd og samningsbundinn til 2024 með möguleika á öðru ári.

Romano segir að Inter sé ekki eina félagið sem hefur spurst fyrir um Lindelöf í janúar. Atletico Madrid sýndi honum einnig áhuga.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner