Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 29. janúar 2023 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lyon og Sporting eru hætt við Lamptey
Mynd: Getty Images

Hægri bakvörðurinn Tariq Lamptey gæti orðið eftir hjá Brighton eftir að fyrirhuguð félagsskipti hans til Lyon og Sporting urðu að engu.


Lyon vildi fá Lamptey sem arftaka Malo Gusto, sem fer til Chelsea næsta sumar, en telur kaupverðið vera alltof hátt. 

Sporting vildi fá Lamptey á láni til að fylla í skarð Pedro Porro sem var seldur til Tottenham en Brighton vill ekki lána bakvörðinn út.

Lamptey er 22 ára gamall og hefur spilað 71 leik fyrir Brighton. Hann á 20 leiki að baki fyrir yngri landslið Englands en er landsliðsmaður Gana í dag eftir að hafa farið með þeim á HM.

Lamptey fær reglulegan spiltíma hjá Brighton þar sem hann deilir hægri bakvarðarstöðunni með Joel Veltman.


Athugasemdir
banner
banner