Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. janúar 2023 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle sendir Darlow til Hull
Darlow gegn Sadio Mane fyrir tveimur árum.
Darlow gegn Sadio Mane fyrir tveimur árum.
Mynd: Getty Images

Hull City er búið að semja um að fá enska markvörðinn Karl Darlow á lánssamningi frá Newcastle sem gildir út tímabilið.


Darlow er 32 ára gamall markvörður sem er samningsbundinn Newcastle til 2025. Hann var aðalmarkvörður Nottingham Forest áður en hann var keyptur til Newcastle sumarið 2014.

Darlow á í heildina 100 leiki að baki fyrir Newcastle, þar á meðal 52 í ensku úrvalsdeildinni.

Darlow er orðinn fjórði í goggunarröðinni hjá Newcastle þar sem Nick Pope er aðalmarkvörður með Martin Dubravka til vara. Loris Karius er þriðji markvörður en auk þeirra hefur félagið einnig hinn þrítuga Mark Gillespie á sínum snærum.

Darlow mun berjast við Matt Ingram og Nathan Baxter, sem er á láni frá Chelsea, um byrjunarliðsstöðuna hjá Hull. Félagið er í 15. sæti Championship deildarinnar sem stendur, en þó ekki nema fimm stigum frá umspilssæti í ótrúlega þéttum pakka.


Athugasemdir
banner
banner
banner