Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 29. janúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ornstein: Leicester býður 12 milljónir fyrir Harrison
Mynd: Getty Images

Breski fréttamaðurinn David Ornstein greinir frá því að Leicester sé búið að leggja fram 12 milljón punda tilboð í Jack Harrison, fjölhæfan kantmann Leeds United.


Harrison hefur ekki gengið vel að skora eða leggja upp á tímabilinu en hann átti flottan leik gegn Accrington Stanley í bikarnum í gær og segist Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds, vilja halda honum þrátt fyrir áhugann frá Leicester.

Enskir fjölmiðlar telja að Leeds sé aðeins reiðubúið til að samþykkja tilboð í Harrison, sem á 17 mánuði eftir af samningnum við félagið, ef leikmaðurinn sjálfur biður um að vera seldur.

Harrison er 26 ára gamall og getur spilað á báðum köntum eða í holunni fyrir aftan fremsta sóknarmann.


Athugasemdir
banner
banner