banner
   sun 29. janúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Renato Punyed verður áfram í Þorlákshöfn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Renato Punyed, yngri bróðir Pablo Punyed, verður áfram hjá Ægi í sumar. Hann er búinn að skrifa við samning sem gildir út tímabilið.


Renato gekk í raðir Ægis fyrir síðustu leiktíð og lék lykilhlutverk er félagið náði langbesta árangri í sögu félagsins.

Renato leikur sem miðjumaður og skoraði hann 4 mörk í 26 leikjum í deild og bikar. Hann er sérstaklega góður að dreifa spilinu og hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína hjá Ægi.

„Við væntum mikils af Renato í þeirri baráttu sem framundan er, áfram Ægir!" segir í tilkynningu frá Ægi.

Ægir endaði í þriðja sæti 2. deildar í fyrra eftir að félaginu hafði verið spáð falli úr deildinni. Ægismenn voru nefnilega nýliðar í 2. deild í fyrra.

Þá komust þeir alla leið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins og slógu Fylki út á leið sinni þangað, en töpuðu loks gegn sterku liði KA.


Athugasemdir
banner
banner