Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 29. janúar 2023 11:40
Aksentije Milisic
Zaha frá í allt að sex vikur
Stjórinn og Zaha.
Stjórinn og Zaha.
Mynd: EPA

Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, verður frá keppni í allt að sex vikur vegna meiðsla aftan í læri.


Hann meiddist í markalausu jafntefli Palace og Newcastle en hann þurfti að fara af velli eftir um klukkutíma leik.

Það er ekki búist við því að hann snúi aftur á völlinn fyrr en snemma í mars mánuði.

Zaha hefur fengið litla sem enga hvíld í leikjum Crystal Palace enda algjör lykilmaður. Þessi þrítugi leikmaður hefur byrjað inn á í öllum leikjum liðsins á þessu tímabili.

Palace spilar á útivelli gegn Man Utd og Brentford í næsta mánuði og fær Brighton og Liverpool í heimsókn á Selhurst Park.


Athugasemdir
banner