banner
   lau 29. febrúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Freyr framlengir við Hauka
Aron í leik gegn Gróttu síðasta sumar.
Aron í leik gegn Gróttu síðasta sumar.
Mynd: Hulda Margrét
Aron Freyr Róbertsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Hauka sem gildir til næsta árs.

Aron hefur spilað nokkra leik með fyrrum félagi sínu Keflavík í vetur, en hann ætlar að vera áfram á Ásvöllum.

Aron Freyr er vel kunnugur staðháttum á Ásvöllum, en hann hefur spilað með Haukum síðustu tvö árin. Hann á 32 leiki með félaginu og í þeim hefur hann skorað fimm mörk.

Aron er 24 ára og er með mikla meistarflokksreynslu. Hann getur leyst flestar stöður fremst á vellinum ásamt hægri bakvarðarstöðunni. Aron á fjóra landsleiki með U19 og U21 árs landsliðum Íslands.

„Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagnar nýjum samningi við Aron Frey og bindur miklar vonir við hann á komandi tímabili," segir í tilkynningu Hauka sem leik í 2. deild í sumar eftir að hafa fallið úr 1. deildinni á síðasta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner